12.11.2025
Á dögunum fengum við afar ánægjulega heimsókn á skrifstofu Umhyggju, þegar þeir Júlíus Þ. Jónsson, Ólafur Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson litu við. Þeir eru félagar í Kaupmannasamtökum Íslands, en félagið styrkti Umhyggju í sumar með kaupum á ýmsum búnaði fyrir orlofshús og íbúð félagsins fyrir alls 814.225 þúsund krónur.
07.11.2025
Það gleður okkur að segja frá því að Sólblómabandið er nú fáanlegt hjá Umhyggju - félagi langveikra barna. Sólblómabandið er ætlað fólki með ósýnilega fötlun, sjúkdóma eða skerðingar. Sá sem ber bandið gefur á látlausan hátt til kynna að hann þurfi mögulega á skilningi, aðstoð og sveigjanleika að halda t.d. í samgöngum, á fjölförnum stöðum, í vinnu eða verslunum. Með sólblómabandinu má auka skilning og tillitssemi annarra í umhverfinu í garð þess sem ber bandið.
05.11.2025
Mánudaginn 3. nóvember fór fram málþing Umhyggju sem bar nafnið Fjórða vaktin – álag og örmögnun. Var kastljósinu beint að því álagi og stundum örmögnun sem foreldrar langveikra og fatlaðra barna upplifa gjarnan. Fyrirlesarar úr hópi foreldra og fagfólks tóku til máls en gestir málþingsins voru yfir 400, bæði fjöldi foreldra og einnig fagaðilar úr ýmsum áttum innan heilbrigðis-, félags- og menntageirans.
03.11.2025
Streymi hefst kl. 12:20 og þingsetning er 12:30.
22.10.2025
Á dögunum fór fram uppskeruhátíð Team Rynkeby á Íslandi en þá afhenti liðið Umhyggju það fé sem safnast hafði hjólaárið 2024-2025, alls kr. 33.123.081.
13.10.2025
Mánudaginn 3. nóvember næstkomandi mun Umhyggja standa fyrir málþingi um álag og örmögnun foreldra/umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna sem standa hina svokölluðu „fjórðu vakt“ alla daga í umönnun barna sinna. Málþingið verður haldið á Hótel Hilton Nordica milli 12 og 16 og munu bæði fagaðilar og foreldrar taka til máls.
07.10.2025
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2025. Umsóknarfrestur rennur út 20. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 30. október.
19.09.2025
Umhyggjusamir einstaklingar eru bakhjarlar okkar hjá Styrktarsjóði Umhyggju, en markmið sjóðsins er að styðja fjárhagslega við foreldra langveikra barna. Við erum innilega þakklát þeim þúsundum Íslendinga sem styðja mánaðarlega við sjóðinn og gera okkur kleift að veita tugum milljóna í beinum fjárstuðningi til foreldra langveikra barna á hverju ári. Við viljum vekja athygli á því að þessa dagana er átak í gangi á Akureyri þar sem verið er að safna Umhyggjusömum einstaklingum. Starfsmennirnir eru með nafnspjöld og ættu að vera vel merktir Umhyggju.
03.09.2025
Sunnudaginn 31.ágúst síðastliðinn var Umhyggjudagurinn haldinn hátíðlegur í annað sinn. Hátíðahöldin fóru fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á einum fallegasta degi sumarsins og tóku mörg þúsund gestir þátt í fjörinu. Allar fjölskyldur voru boðnar velkomnar og fengu allir sem skráðu sig til leiks frítt inn í garðinn á milli 12 og 16, auk þess sem boðið var upp á veitingar og skemmtiatriði.
29.08.2025
Við bjóðum allar fjölskyldur velkomnar á Umhyggjudaginn þann 31. ágúst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum!