- Um félagið
- Fréttir
- Orlofshús
- Réttindamál
- Styrkja félagið
- Hafa samband
- Umsókn um orlofshús jól og áramót 2024
Hlutverk Styrktarsjóðs Umhyggju - félags langveikra barna er að styrkja fjölskyldur sem orðið hafa fyrir fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna þeirra. Foreldri eða forráðamaður sem hefur langveikt barn á framfæri sínu getur sótt um styrk úr styrktarsjóðnum, sé viðkomandi í fjárhagslegum erfiðleikum sem rekja má til veikinda barnsins. Skilyrði er að foreldri eða forráðamaður sé í Umhyggju eða einhverju af aðildarfélögum Umhyggju, sjá nánar í úthlutunarreglum. Heimilt er að sækja um styrk tvisvar sinnum og skulu líða 12 mánuðir á milli styrkveitinga að lágmarki. Styrkupphæð er kr. 850.000 frá 1. maí 2023.
Styrktarsjóðurinn var stofnaður í árslok 1996 með einnar milljónar króna gjöf frá Haraldi Böðvarssyni hf. og hófst úthlutun í byrjun árs 2000. Sjóðnum hafa borist margar góðar gjafir frá því hann var stofnaður, bæði frá fyrirtækjum og ekki síður frá einstaklingum. Í dag eru rúmlega 5500 styrktaraðilar, svokallaðir Umhyggjusamir einstaklingar, sem styrkja sjóðinn með mánaðarlegu framlagi. Hér má sjá skipulagsskrá sjóðsins.
Stjórn styrktarsjóðsins skipa Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Ingólfur Einarsson og Regína Lilja Magnúsdóttir. Allar nánari upplýsingar má fá á skristofu Umhyggju, í síma 5524242 eða með því að senda póst á umhyggja@umhyggja.is. Hægt er að sækja um styrk í sjóðinn á vefnum. Þeir sem vilja styrkja sjóðinn með framlögum geta lagt inn á eftirfarandi reikning í Arionbanka :
Reikningur: 331 -13 - 301260
Kennitala: 581201-2140