Fréttir allt

Gleðilega páska!

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna páskaleyfis í Dymbilvikunni en opnar aftur þriðjudaginn 11. apríl. Við óskum ykkur gleðilegra páska!

Landsteymi um farsæld barna í skólum

Það er ánægjulegt að segja frá því að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sett á fót landsteymi um farsæld barna í skólum. Teyminu er ætlað að styðja við börn, foreldra og starfsfólk skóla þegar alvarleg mál koma upp. Um er að ræða miðlægt úrræði þar sem börn, foreldrar og starfsfólk skóla á öllum skólastigum geta fengið stuðning í erfiðum málum.

Styrkur frá Lionsklúbbnum Fjörgyn í kjölfar stórtónleika

Í nóvember síðastliðnum stóð Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir stórtónleikum í Grafarvogskirkju til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Einvala lið tónlistarmanna tróð þar upp og allur ágóði rann til málefnanna. Nú í mars var okkur hjá Umhyggju boðið á fund hjá klúbbnum þar sem félaginu voru færðar kr. 250.000 krónur sem er hluti þess sem safnaðist á tónleikunum.