Fréttir allt

Umönnunarréttur barna

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur til meðferðar frumvarp til breytingar á barnalögum nr. 76/2003. Frumvarpið hefur tvisvar áður verið flutt á þinginu, fyrst árið 2021. Lagt er til að kveðið verði sérstaklega á um það í lögunum að í forsjárskyldu felist að veikt eða slasað barn eigi rétt á umönnun foreldra sinna. Samhliða þessu er lagt til að skipa starfshóp til að kanna hvernig foreldrum barna verði gert kleift að rækja þessa skyldu með samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins eða með setningu reglna á þeim vettvangi.

Félagið Alúð styrkir Umhyggju

Á dögunum komu þessar dásamlegu konur, þær Jóhanna og Hildur, færandi hendi til Umhyggju með styrk upp á rúmlega 700.000 krónur. Fjármunirnir eru komnir frá félaginu Alúð, félagi um vakandi athygli og núvitund sem þær, ásamt öðrum sálfræðingum, stofnuðu árið 2012. Starf Alúðar sneri að núvitund með börnum og unglingum annars vegar og að fullorðnum hins vegar.

Aðalfundur Umhyggju 16. maí kl.17:00

Aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn þriðjudaginn 16. maí næstkomandi, kl. 17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Umsögn Umhyggju um drög reglugerðar um leyfi til notkunar mannalyfja af mannúðarástæðum.

Í febrúar 2023 bárust Umhyggju til umsagnar drög að reglugerð um leyfi til notkunar mannalyfja af mannúðarástæðum. Markmiðið með reglugerðinni er að veita sjúklingum aðgengi að lyfjum af mannúðarástæðum sem eru í yfirstandi klínískum prófunum eða lyfjum sem hafa ekki fengið markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu en sótt hefur verið um miðlægt markaðsleyfi fyrir.