Fréttir allt

Sporthúsið styrkir Umhyggju

Sporthúsið í Kópavogi og Reykjanesbæ hélt nýverið styrktarsöfnun fyrir Umhyggju og söfnuðust 515.000 krónur. Um var að ræða eins mánaðar lífsstílsáskorun í formi liðakeppni þar sem lið söfnuðu stigum með því að sofa vel, borða hreint og hollt fæði og sinna æfingum.

Að gefnu tilefni - söfnunarsímtöl

Að gefnu tilefni vill Umhyggja – félag langveikra barna vekja athygli á því að styrkir til félagsins sem óskað er eftir gegnum síma eru tvenns konar: 1) fólk beðið um að styrka í eitt skipti að upphæð kr.3900 og sendur er greiðsluseðill og 2) mánaðarlegir styrkir með upphæð að eigin vali, hafi fólk gerst Umhyggjusamur einstaklingur, sem dregnir eru af greiðslukorti eða greiddir með beingreiðslu.

Vegna heimahjúkrunar barna á höfuðborgarsvæðinu

Þann 20. júní síðastliðinn var samningi SÍ við Heilsueflingarmiðstöðina um heimahjúkrun barna á höfuðborgarsvæðinu sagt upp frá og með 1.desember. Engin svör bárust um hver tæki við framkvæmd þjónustunnar þar til 23.október síðastliðinn en þá var foreldrum barna sem þiggja heimahjúkrun tjáð að SÍ hefði ákveðið að ganga til samninga við Reykjavíkurborg. Umhyggja lýsir yfir og undirstrikar þungar áhyggjur sínar af málinu þar sem stuttur tími er til stefnu og ítrekar mikilvægi þess að þjónusturof eigi sér ekki stað við þennan viðkvæma hóp. Um er að ræða flókna og gríðarlega sérhæfða þjónustu sem ekki er á færi margra að veita og því brýnt að farsæl lending náist.