Fréttir allt

Vegna heimahjúkrunar barna á höfuðborgarsvæðinu

Þann 20. júní síðastliðinn var samningi SÍ við Heilsueflingarmiðstöðina um heimahjúkrun barna á höfuðborgarsvæðinu sagt upp frá og með 1.desember. Engin svör bárust um hver tæki við framkvæmd þjónustunnar þar til 23.október síðastliðinn en þá var foreldrum barna sem þiggja heimahjúkrun tjáð að SÍ hefði ákveðið að ganga til samninga við Reykjavíkurborg. Umhyggja lýsir yfir og undirstrikar þungar áhyggjur sínar af málinu þar sem stuttur tími er til stefnu og ítrekar mikilvægi þess að þjónusturof eigi sér ekki stað við þennan viðkvæma hóp. Um er að ræða flókna og gríðarlega sérhæfða þjónustu sem ekki er á færi margra að veita og því brýnt að farsæl lending náist.