Fréttir allt

Takk fyrir sumarið í orlofshúsum Umhyggju

Þá eru sumardvalir félagsmanna í orlofshúsum Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum senn á enda. Um leið og við þökkkum gestum sumarsins fyrir komuna minnum við félagmenn á að hægt er að bóka dvöl í orlofshúsunum yfir veturinn inni á vefsíðu Umhyggju.

Hlauptu til góðs, þína eigin leið

Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur undanfarin ár verið ein helsta tekjulind margra af aðildarfélögum Umhyggju og skiptir hún sköpum í þeirra starfi. Í ár hefur maraþonið því miður verið blásið af vegna COVID-19, en í staðinn hvetjum við hlauparana til að hlaupa sína eigin leið þann 22. ágúst og ykkur hin til að heita á þá og láta í leiðinni gott af ykkur leiða. Lista yfir aðildarfélögin má sjá hér á vefsíðunni og hægt er að skrá sig til leiks á www.rmi.is. Við treystum á ykkur gott fólk, koma svo!