Fréttir allt

Systkinasmiðja á Akureyri 15.-16. október

Helgina 15.-16. október verða haldin tvö Systkinasmiðjunámskeið á Akureyri, ætluð systkinum langveikra barna, annars vegar 8-11 ára og hins vegar 12-14 ára.

Team Rynkeby Ísland afhenti Umhyggju styrktarfé

Við hjá Umhyggju erum þakklát og meyr eftir helgina, en laugardaginn 24. september afhenti hjólalið Team Rynkeby Ísland Umhyggju kr. 35.310.463 krónur sem söfnuðust með aðstoð fyrirtækja og almennings í landinu.

Team Rynkeby afhendir söfnunarfé í Kringlunni á laugardaginn kl. 14.30

Undanfarið ár hefur lið Team Rynkeby Ísland hjólað af miklum móð bæði innanlands sem utan í þeim tilgangi að safna fé til handa langveikum börnum með alvarlega sjúkdóma, einkum til að styðja við rannsóknartengd verkefni. Laugardaginn 24. september kl. 14:30 mun lið Team Rynkeby Ísland afhenda söfunarféð við hátíðlega athöfn á Blómatorgi 1. hæðar Kringlunnar.

Opnað fyrir umsóknir um orlofshús um jól og áramót

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2022. Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 10. október.

Vinkonur frá Selfossi styrkja Umhyggju

Í dag, fimmtudaginn 1. september, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá þremur snillingum frá Selfossi. Um var að ræða vinkonurnar Andreu Lilju Sævarsdóttur 9 ára, Friðriku Sif Sigurjónsdóttur 8 ára og Evu Katrínu Daðadóttur 9 ára og komu þær færandi hendi með rúmlega 50.000 krónur handa félaginu. Þær opnuðu búð í bílskúrnum á sumarhátíðinni Sumar á Selfossi sem haldin var í ágúst og buðu þar til sölu bleikar vörur svo sem kökur, sælgæti og kandífloss. Allur ágóðinn af sölunni var látinn renna til Umhyggju.