Fréttir allt

Gleðilega hátíð

Umhyggja - félag langveikra barna óskar ykkur gleðilegrar hátíðar með von um gott og gjöfult nýtt ár. Við þökkum ykkur öllum samfylgdina og stuðninginn á árinu sem er að líða. Skrifstofa félagsins verður lokuð frá hádegi 20. desember og opnar á ný fimmtudaginn 2. janúar.

Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi

Þann 10. næstkomandi stendur Umhyggja í þriðja skipti fyrir sérstökum sýningum á Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi, nú í samstarfi við Sjónarhól, Þroskahjálp, ÖBÍ og Gló stuðningsfélag. Sýningin hentar öllum sem þurfa bætt aðgengi, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna.