Ný stjórn kjörin á aðalfundi 13. júní

Ný stjórn að loknum aðalfundi. Frá vinstri: Helga Jónasdóttir, Eva Hrönn Guðmundsdóttir, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Pálsdóttir og Jón Kjartan Kristinsson. Á myndina vantar Þórunni Guðmundsdóttur og Chien Tai Schill.
Ný stjórn að loknum aðalfundi. Frá vinstri: Helga Jónasdóttir, Eva Hrönn Guðmundsdóttir, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Pálsdóttir og Jón Kjartan Kristinsson. Á myndina vantar Þórunni Guðmundsdóttur og Chien Tai Schill.

Þriðjudaginn 13. júní síðastliðinn var aðalfundur Umhyggju haldinn á Háaleitisbraut 13. Á fundinum var farið yfir ársreikning félagins og nýtt fólk tók sæti í stjórn.

Úr stjórn stigu þær Margrét Vala Marteinsdóttir, áhugamaður og formaður, Margrét Lilja Vilmundardóttir, fagmaður og ritari og Harpa Júlíusdóttir, foreldri og varaformaður. Við þökkum þeim innilega fyrir þeirra frábæra starf með stjórninni undanfarin ár.

Ný í stjórn eru þau Anna Sigríður Pálsdóttir, foreldri, Helga Jónasdóttir, fagmaður og Jón Kjartan Kristinsson, áhugamaður. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin og hlökkum til samstarfsins framundan. Nýr stjórnarformaður er Jón Kjartan Kristinsson, varaformaður er Helga Jónasdóttir, ritari er Chin Tai Schill og gjaldkeri er Þórunn Guðmundsdóttir.