Styrktartónleikar Fjörgynjar

Þann 9. nóvember nk. kl. 19.30 í Grafarvogskirkju stendur Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir stórtónleikum til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Dagskráin er svo sannarlega hin glæsilegasta og við vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta og eiga notalega kvöldstund undir ljúfum tónum frábærra listamanna.

Hér má kaupa miða.