- Um félagið
- Fréttir
- Orlofshús
- Réttindamál
- Styrkja félagið
- Hafa samband
- Umsókn um orlofshús jól og áramót 2024
Á dögunum hélt 6 manna teymi frá fyrirtækinu Össuri upp í Brekkuskóg þar sem þau unnu heilan dag í sjálfboðavinnu í orlofshúsi Umhyggju í tengslum við svokallað “Give Back Program” fyrirtækisins. Þau sinntu þar hinu ýmsa viðhaldi, settu m.a. upp nýja koju og nýjan sófa, skiptu um ljós, þrifu og fleira.
Svona framtak skiptir félagið ómetanlegu máli og erum við ótrúlega þakklát fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu Umhyggju.