Fréttir allt

Umhyggja fær styrk frá American Style

Veitingastaðurinn American Style hefur ákveðið að styrkja Umhyggju um eina milljón krónur.American Style starfrækir 5 veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu.Umhyggja þakkar kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Aktu-Taktu styrkir Umhyggju

Umhyggja fékk í dag afhentan einnar milljónar króna styrk frá veitingastaðnum Aktu-Taktu.Fjórir veitingastaðir eru reknir undir merki Aktu-Taktu á höfuðborgarsvæðinu.Umhyggja þakkar innilega fyrir þessa veglegu gjöf.

Tombóla til styrktar Umhyggju

Það voru hressir krakkar sem héldu tombólu í ágúst sl.fyrir utan 10-11 og Hagkaup í Garðabæ til styrktar Umhyggju.Þau heita Lilja Bragadóttir, 10 ára, Sigþór Hákonarson, 8 ára, og Harpa Hrund Harðardóttir, 13 ára.

Dósasöfnun til stuðnings Umhyggju

Tvær duglegar stúlkur úr Grafarvoginum eyddu vetrarfríinu sínu í að safna dósum og flöskum til styrktar langveikum börnum.Þær heita Sigríður Guðrún Sigurmundsdóttir, 11 ára,og Ingibjörg Lára Óskarsdóttir, 12 ára.

Aukin þjónusta við langveik börn

Skrifað var undir samning í dag milli ráðuneyta og sveitarfélaga um að á þessu ári verði áttatíu milljónir króna veittar af fjárlögum til sveitarfélaga til að auka þjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni eða athyglisbrest.

2.tbl. 13.árgangur 2009

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.

Rúntað til styrktar Umhyggju

Gæðablóð leynast undir leðurgöllum og skeggi margra mótorhjólakappa.Eins og mörg undanfarin ár fengu fjölmörg börn að fara á rúntinn á mótorhjóli í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt, en þá var Góðgerðardagur Félags Harley Davidson eigenda á Íslandi, HOG Chapter Iceland.

Góðgerðarleikur til styrktar Umhyggju og Firði, íþróttafélags fatlaðra í Hafnarfirði

Leikurinn fór fram 18.júní á Leiknisvelli og var liður í VISA-bikarkeppninni í fótbolta.Þar áttust við IFC Carl, sem samanstendur af gömlum kempum úr boltanum, og Íslandsmeistarar FH.

N1 styrkir Umhyggju vegna mistaka við innheimtu bensínskatta

Í tilkynningu frá N1 segir: "Fyrir 10 dögum var lögum um vörugjald breytt á Alþingi.Fjármálaráðuneytið upplýsti söluaðila um þessi áform eftir lokun skrifstofu þann 28.

Páll Óskar gefur langveikum börnum 400 eintök af Silfursafninu

Páll Óskar hefur afhent Umhyggju öll óseld eintök af Silfursafninu að gjöf.Það er áritaður diskur/albúm af listamanninum sjálfum.Þetta eru tveir geisladiskar og DVD diskur með ýmsu efni.