25.03.2007
Te og kaffi hafa flutt inn 20 kíló af Luwak kattakaffi, einni sjaldgæfustu og verðmætustu kaffitegund í heimi.Meðan birgðir endast verður Luwak kaffið selt á Te og kaffi kaffihúsunum til styrktar Umhyggju, félagi aðstandenda langveikra barna.
24.03.2007
Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) stefnir að því að koma upp gagnvirkum vef fyrir sjúklinga og aðstandendur sem nýta má til upplýsingamiðlunar og samskipta.Fyrir dyrum stendur endurnýjun innri og ytri vef LSH, og var markmiða- og þarfagreining fyrir hann unnin árið 2006.
07.03.2007
Eimskip og Eiður Smári Guðjohnsen gerðu með sér víðtækt samkomulag í byrjun árs.Hluti þessa samkomulags snýr að styrkjum til góðgerðasamtaka á Íslandi.Eimskip hét milljón krónum á Umhyggju félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skoraði með Barcelona í meistaradeild Evrópu.
04.03.2007
Á aðalfundi Umhyggju þann 28.febrúar sl.varð ein breyting á stjórn.Páll Magnússon lét af stjórnarstörfum og í stað hans tekur Óskar Örn Guðbrandsson sæti í stjórn.
26.02.2007
Aðalfundur Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, verður haldinn miðvikudaginn 28.febrúar n.k.kl.20.00.Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, á 4.
31.01.2007
Í dag undirrituðu Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Eimskips, Guðrún Bergmann Franzdóttir, formaður Neistans, og Ragna Marinósdóttir, framkvæmdarstjóri Umhyggju, samning við Eimskip.
30.12.2006
NordicaSpa hefur gefið félögum í Umhyggju, samtökum sem vinna að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra, 40 gjafakort í heilsulindina á Nordica Spa þar sem handhafi fær nuddmeðferð að eigin vali.
04.12.2006
Föstudaginn 1.desember veitti Góði hirðirinn, nytjamarkaðar SORPU og líknarfélaga, styrk til átta aðila og hafa styrkþegar aldrei verið fleiri.Að þessu sinni var heildarupphæðin 10 milljónir króna og skiptist hún á eftirtalda aðila: Hjálparstarf kirkjunnar vegna Framtíðarsjóðs, Rauði kross Íslands vegna verkefnisins Framtíð í nýju landi, Umhyggja vegna langveikra barna og foreldra þeirra, Bandalag kvenna vegna Starfsmenntasjóðs, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.
24.11.2006
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári.Af því tilefni færði kvennadeildin Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, þrjár og hálfa milljón króna þann 23.
17.11.2006
Sala er hafin á jólakortum til styrktar Umhyggju.Kortin verða aðeins seld í símasölu.Listaverkið á kortinu er að þessu sinni eftir Guðbjörgu Theodórsdóttur.