Jólakort Umhyggju 2010 komin í sölu

Jolakort_2010Jólakort Umhyggju árið 2010 er komið út. Að þessu sinni er listamaðurinn sem á heiður að kortinu hin tíu ára gamla Alexandra Ösp Snæbjörnsdóttir. Kortin eru til sölu á skrifstofu Umhyggju í síma 552-4242, og kostar pakki með 25 kortum 3.500 kr., en einnig er hægt að kaupa færri kort í einu.

Alexndra_OspUm listamanninn: Alexandra Ösp hefur gaman af að föndra og teikna og notar hverja stund til þess. Það var ekki vandamál að fá hana til að teikna jólakort sem endaði með því að verða jólakort Um hyggju í ár. Alexandra Ösp er í fimmta bekk í Árbæjarskóla en því miður þarf hún að heimsækja Barnaspítala Hringsins reglulega og fara þar í lyfjagjafir og eftirlit þar sem hún er með gigtarstjúkdóminn lupus. Sandra, mamma hennar, segir að Alexandra Ösp föndri og teikni mikið þegar hún er inni á spítalanum og ekki síður heima og í skólanum. Jólakortið, sem er prentað í silfri var upphaflega litað út í öll horn. Á því er jólasveinn og litlir álfar og yfir þeim stjörnubjartur heiminn.