Fréttir allt

Grínistarnir Fóstbræður gefa hátt á þriðju milljón til Umhyggju

Fóstbræðurnir Jón Gnarr, Þorsteinn Guðmundsson, Sigurjón Kjartansson, Gunnar Jónsson og Helga Braga Jónsdóttir boðuðu Rögnu Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, á sinn fund í Iðnó á dögunum, þar sem þeir afhentu henni ávísun að upphæð 2.

850.000 söfnuðust í Skvassi til góðs

Skvassarar og ýmis fyrirtæki tóku höndum saman um að styrkja Umhyggju með áheitaskvassi sem fram fór í Skvassfélagi Reykjavík á dögunum, var leikið í 24 klukkustundir samfleytt.

Páll Óskar tekur þátt í þolfimiveislu til styrktar Umhyggju

Föstudaginn 11.febrúar kl.18 fer fram góðgerðarþolfimiveisla í Sporthúsinu í Kópavogi, en ágóðinn af framtakinu rennur alfarið til Umhyggju.Plötusnúður verður enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson, auk þess sem landslið þolfimikennara leiðir þolfimiveisluna.

Skvass til góðs, fjáröflun til styrktar Umhyggju

Skvassfélag Reykjavíkur stóð fyrir skemmtilegum viðburði fyrir skemmstu, með það að markmiði að styrkja Umhyggju.Yfirskrift viðburðarins var „Skvass til góðs“ og var markmiðið að „hrista af sér jólasteikina og styrkja gott málefni í leiðinni“.

Viðskiptaráð Íslands leggur Umhyggju lið

Viðskiptaráð Íslands ákvað í ár að styrkja Umhyggju um sömu upphæð og varið hefur verið í að senda jólakort, 30.000 kr.Að sögn Finns Oddssonar, framkvæmdastjóra VIðskiptaráðs, er hér um táknrænan stuðning við hið góða starf Umhyggju að ræða og kann félagið Viðskiptaráði bestu þakkir fyrir.

Gleðileg jól!

Umhyggja óskar öllum börnum og fjölskyldum þeirra, samstarfsfólki og félögum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla með kæru þakklæti fyrir allt á árinu sem er að líða.

Fyrsta úthlutun úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar

Fyrsta úthlutun úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar fór fram 8.desember síðastliðinn en þá var félögum og verkefnum tengdum börnum veittir styrkir samtals að upphæð 30 milljóna króna.

Baukur til styrktar Umhyggju hjá Eimskipum

Umhyggja tekur á móti mörgum góðum gjöfum og framlögum um þessar mundir, en greinilegt er að margir vilja láta gott af sér leiða um jólaleytið.Meðal þeirra sem styrkt hafa Umhyggju að undanförnu eru starfsmenn Eimskipa, sem í stað þess að gefa hvort öðru litla pakka létu bauk til styrktar Umhyggja ganga og voru framlögin í hann frjáls.

Jólakort Umhyggju 2010 komin í sölu

Jólakort Umhyggju árið 2010 er komið út.Að þessu sinni er listamaðurinn sem á heiður að kortinu hin tíu ára gamla Alexandra Ösp Snæbjörnsdóttir.Kortin eru til sölu á skrifstofu Umhyggju í síma 552-4242, og kostar pakki með 25 kortum 3.

Vel heppnað afmælismálþing

Umhyggja, félag langveikra barna, fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu með vel heppnaðri ráðstefnu á Grand hóteli mánudaginn 25.október síðastliðinn, þar sem fjallað var um stöðuna í heilbrigðisþjónustu langveikra barna.