Skvass til góðs, fjáröflun til styrktar Umhyggju

Skvass_til_godsSkvassfélag Reykjavíkur stóð fyrir skemmtilegum viðburði fyrir skemmstu, með það að markmiði að styrkja Umhyggju. Yfirskrift viðburðarins var „Skvass til góðs“ og var markmiðið að „hrista af sér jólasteikina og styrkja gott málefni í leiðinni“.

Hér var um að ræða 24 klukkustunda skvassveislu til styrktar Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Fór hún þannig fram, að skvassáhugafólk, allt frá byrjendum til keppnisfólks, gat skráð sig til þátttöku í skvassi á þessum 24 tímum. Fyrirtæki styrktu síðan keppendur eftir því hve mörgum hitaeiningum var brennt, hve mörgum stigum keppendur náðu og með frjálsum framlögum.

Allur ágóði af „Skvassi til góðs“ rann til Umhyggju og kann félagið forsvarsmönnum Skvassfélags eykjavíkur sem og keppendum öllum bestu þakkir fyrir skemmtilegt og nytsamlegt framtak!

Sjá nánar á www.skvass.is