Páll Óskar tekur þátt í þolfimiveislu til styrktar Umhyggju

Páll ÓskarFöstudaginn 11. febrúar kl. 18 fer fram góðgerðarþolfimiveisla í Sporthúsinu í Kópavogi, en ágóðinn af framtakinu rennur alfarið til Umhyggju. Plötusnúður verður enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson, auk þess sem landslið þolfimikennara leiðir þolfimiveisluna.

Góðgerðarþolfimiveislan er hluti af  Fusion Fitness Festival sem fram fer 11. - 12. febrúar í Sporthúsinu. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á www.fusion.is.