Baukur til styrktar Umhyggju hjá Eimskipum

EimskipUmhyggja tekur á móti mörgum góðum gjöfum og framlögum um þessar mundir, en greinilegt er að margir vilja láta gott af sér leiða um jólaleytið. Meðal þeirra sem styrkt hafa Umhyggju að undanförnu eru starfsmenn Eimskipa, sem í stað þess að gefa hvort öðru litla pakka létu bauk til styrktar Umhyggja ganga og voru framlögin í hann frjáls. Fyrirtækið sjálft, Eimskip, lagði síðan framlög á móti.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Rögnu K. Marinósdóttur taka við styrknum af Gunnari Ragnarssyni og Eiríki Guðmundssyni, starfsmönnum Eimskipa.