MP Banki styrkir Umhyggju

Starfsmenn og stjórn MP Banka ákváðu nú fyrir jólin að styrkja Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, með veglegri peningagjöf. Styrkurinn er jólagjöf til félagsins frá MP Banka og viðskiptavinum, þar sem starfsmenn ákváðu sameiginlega að bankinn léti gott af sér leiða í stað þess að  gefa viðskiptavinum jólagjöf.

Stofnaður hefur verið reikningur hjá MP Banka í nafni Umhyggju. Reikningurinn hefur þá sérstöku merkingu að vera fyrsti reikningurinn sem stofnaður var hjá MP Banka eftir að bankinn fékk viðskiptabankaleyfi og fékk aðgang að Reiknistofu bankanna.

Stjórn, starfsmenn og viðskiptavinir MP Banka óska Umhyggju farsældar í mikilvægum verkefnum sínum.

Margeir Pétursson stjórnarformaður MP Banka og Styrmir Þór Bragason,  forstjóri MP Banka afhentu Rögnu K. Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju og Leifi Bárðarsyni, varaformanni stjórnar Umhyggju styrkinn.