Upplýsingar um ný námskeið á nýrri heimasíðu Tölvumiðstöðvar fatlaðra

Námskeið og fræðsla er mikilvægur þáttur í starfsemi Tölvumiðstöðvar fatlaðra. Reglulega eru haldin námskeið um tæknileg úrræði og notkun ýmissa forrita sem nýtast einstaklingum með sérþarfir. Námskeiðin eru ætluð fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Sum námskeiðin henta notendunum sjálfum. Hægt er að óska eftir námskeiðum sniðnum að þörfum einstakra hópa og einnig er hægt að panta námskeið út á land. Hér má sjá nánari lýsingu á hverju námskeiði fyrir sig og skoða þær dagsetningar sem í boði eru. Heimasíða Tölvumiðstöðvar fatlaðra er www.tmf.is.