HOG Chapter Iceland afhenti styrk í kjölfar árlegs góðgerðaraksturs

Á dögunum heimsóttum við  Félag Harley Davidson eigenda á Íslandi, HOG Chapter Iceland. Félagið hefur undanfarin 17 ár boðið upp á góðgerðarakstur á Menningarnótt þar sem fólki býðst að rúnta um borgina á Harley Davidson hjóli gegn gjaldi sem rennur óskip til Umhyggju.

Við erum ekki lítið þakklát hjá Umhyggju fyrir þetta árlega framtak og hlökkum til komandi Menningarnætur. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að láta drauminn um að rúnta um bæinn á mótorfák rætast í ágúst næstkomandi.