Styrkur frá Oddfellow st.nr.9 Þormóði goða

Í dag, fimmtudaginn 29. desember, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá góðum gestum. Það voru þeir Pétur Halldórsson yfirmeistari og Þór Þráinsson undirmeistari Oddfellow st. nr. 9 Þormóðs goða sem færðu félaginu 200.000 króna gjöf til góðra verka.

Við erum þeim hjartanlega þakklát fyrir skemmtilega heimsókn, framlagið og fyrir að hafa hugsað svona fallega til félagsins.