Nýtt Umhyggjublað komið út

Þá er Umhyggjublað ársins 2022 komið út og er það aðgengilegt öllum hér á netinu.

Í blaðinu kennir ýmissa grasa; viðtal við Rögnu Marinósdóttur fyrrum stjórnarformann og framkvæmdastjóra Umhyggu um tíma hennar hjá félaginu, rætt er við Bóas Valdórsson nýjan framkvæmdastjóra Sjónarhóls, liðsmenn Sleipnis MC fjalla um hringferð sína um landið til styrktar Umhyggju í sumar, Anna Margrét Björnsdóttir fjallar um hugsanlegt embætti umboðsmanns sjúklinga og Berglind Jensdóttir sálfræðingur Umhyggju skrifar hugleiðingu um það að fara til sálfræðings.