Fréttir allt

Simba og Dorma styrkja Umhyggju

Í júlímánuði munu 5000 krónur af hverri seldri Simba dýnu hjá Dorma renna beint til Umhyggju. Auk þess styrkir fyrirtækið Umhyggju um 500.000 og Pétur Pétursson hjá Simba hyggst taka þátt í þrekrauninni Iceland Extreme Triathlon þann 27. júlí og munu öll áheit renna til Umhyggju.

Sumarlokun Umhyggju 8.júlí til 7.ágúst

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 8. júlí, til og með miðvikudagsins 7. ágúst. Ef um brýn erindi er að ræða má senda tölvupóst á netfangið umhyggja@umhyggja.is.

Sumarlokun Umhyggju 8.júlí til 7.ágúst

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 8. júlí, til og með miðvikudagsins 7. ágúst. Ef um brýn erindi er að ræða má senda tölvupóst á netfangið umhyggja@umhyggja.is.

1. tbl. 24. árgangur 2019

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins, en að þessu sinni er áhersla lögð á ýmis praktísk mál er tengjast Umhyggju.

Leiklistarhópur Vogaskóla styrkir Umhyggju

Nú í júní tók Umhyggja við 100.000 króna styrk frá leiklistarhópi Vogaskóla en um er að ræða ágóða miðasölu á söngleikinn Mamma mia sem settur var upp í skólanum í vetur.

Styrkur frá 4. bekk Álftanesskóla

Nú í júní barst Umhyggju gjöf frá 4. bekkingum í Álftanesskóla, en um er að ræða ágóða af góðgerðardegi sem haldinn var fyrir jólin.

Hlaupastyrkur Reykjavíkurmaraþons - styrkir renni til aðildarfélaga

Nú er sumarið komið og margir farnir að hita upp fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Ætlar þú að hlaupa til góðs eða heita á hlaupara? Ef svo er bendum við hjá Umhyggju á aðildarfélögin okkar sem eru 18 talsins, en þeirra góða starf er að stórum hluta fjármagnað með því fé sem safnast í tengslum við hlaupið.

Aðalfundur Umhyggju 4. apríl kl. 17:00

Aðalfundur Umhyggju verður haldinn 4. apríl næstkomandi, kl.17.00, í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Tillögur að framboðum í stjórn Umhyggju skulu berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund, (28. mars í síðasta lagi) á skrifstofu Umhyggju, umhyggja@umhyggja.is og til formanns stjórnar Regina.Lilja.Magnusdottir@reykjavik.is

Afhending Hetjuteppa

Miðvikudaginn 13. mars verður afhending á svokölluðum Hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi miðvikudaginn 13. mars, á milli kl.16.30 og 17.30 í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Tilkynning vegna fyrirspurna og orlofshúsaumsókna

Fyrirspurnum og umsóknum um orlofshús verður ekki svarað dagana 25.janúar til 4.febrúar vegna fjarveru starfsmanns.Sé erindið brýnt bendum við ykkur á að hafa beint samband við skrifstofuna í síma 5524242 eða umhyggja@umhyggja.