Hlaupastyrkur Reykjavíkurmaraþons - styrkir renni til aðildarfélaga

Nú er sumarið komið og margir farnir að hita upp fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Ætlar þú að hlaupa til góðs eða heita á hlaupara? Ef svo er bendum við hjá Umhyggju á aðildarfélögin okkar sem eru 18 talsins, en þeirra góða starf er að stórum hluta fjármagnað með því fé sem safnast í tengslum við hlaupið. Hægt er að sjá yfirlit yfir aðildarfélög Umhyggju inn á vefnum okkar. Hægt er að heita á hlaupara eða skrá sig til leiks á www.hlaupastyrkur.is.