Simba og Dorma styrkja Umhyggju

Í júlímánuði munu 5000 krónur af hverri seldri Simbadýnu hjá Dorma renna beint til Umhyggju. Auk þess styrkir fyrirtækið Umhyggju um 500.000 og Pétur Pétursson hjá Simba hyggst taka þátt í þrekrauninni Iceland Extreme Triathlon þann 27. júlí og munu öll áheit renna til Umhyggju.

Við þökkum Simba, Dorma og Pétri hjartanlega fyrir að hugsa til okkar og hvetjum alla til að heita á Pétur, en allar nánari upplýsingar má finna hér.