Styrkur frá 4. bekk Álftanesskóla

Nokkrar stúlkur úr bekknum, frá vinstri: Karitas, Embla, Sigrún, Vera, Elva, Steinunn, Lovísa og Kat…
Nokkrar stúlkur úr bekknum, frá vinstri: Karitas, Embla, Sigrún, Vera, Elva, Steinunn, Lovísa og Katrín.

Fyrstu helgina í desember síðastliðnum héldu 4. bekkingar í Álftanesskóla góðgerðardag, en hefð er orðin fyrir því að árgangurinn safni fyrir góðgerðarmálefni á þessum árstíma. Að þessu sinni var Umhyggja annað þeirra tveggja félaga sem urðu fyrir valinu. Söfnunin fór þannig fram að krakkarnir byrjuðu á að safna dóti heiman frá sér eða annars staðar frá, seldu miða og sneru loks lukkuhjóli sem sagði til um hvers konar vinning viðkomandi þátttakandi hafði unnið.

En hvernig ætli Umhyggja hafi orðið fyrir valinu? „Það voru upphaflega fjögur málefni sem komu til greina, en við vorum látin kjósa í bekknum og þau tvö sem voru hæst urðu fyrir valinu. Við fengum fræðslu um starfsemi félaganna og hvað þau gera til að hjálpa fólki," segir ein úr hópnum.

Við þökkum þessum frábæru fjórðubekkingum fyrir framtakið!