Leiklistarhópur Vogaskóla styrkir Umhyggju

Hluti leiklistarhópsins ásamt Árnýju frá Umhyggju á útskriftarathöfn Vogaskóla í júní.
Hluti leiklistarhópsins ásamt Árnýju frá Umhyggju á útskriftarathöfn Vogaskóla í júní.

Nú í júní tók Umhyggja við 100.000 króna styrk frá leiklistarhópi Vogaskóla en um er að ræða ágóða miðasölu á söngleikinn Mamma mia sem settur var upp í skólanum í vetur. 

Við hjá Umhyggju þökkum þessum frábærlega þenkjandi krökkum hjartanlega fyrir að hugsa til okkar!