Te og kaffi selja verðmætasta kaffi í heimi til styrktar langveikum börnum

Þetta eftirsótta kaffið kemur frá Indónesíu og á þefkattartegundin Luwak stærstan þátt í sérstöðu þess. Fyrsta vinnslustigið felst nefnilega í því að Luwak kettirnir tína kaffiber af trjánum og borða með bestu lyst. Kaffibaunirnar sjálfar, sem eru innan í berjunum, skila sér gegnum meltingarveg Luwak kattarins í heilu lagi og er safnað saman af indónesísku búaliði. Baunirnar fara því næst gegnum öflugt hreinsikerfi undir ströngu eftirliti og eru að lokum ristaðar við háan hita svo mælingar sýna að Luwak kaffi er hreinna og ómengaðra en sú vara sem fæst með ‘hefðbundnari’ framleiðsluaðferðum.

Við meltingu dýrsins komast baunirnar í snertingu við margs konar ensím sem brjóta niður þau prótín sem valda beiskjunni sem menn þekkja í hefðbundnari kaffitegundum. Einnig skiptir máli að Luwak kötturinn velur sér eingöngu girnilegustu ber kaffirunnans en þau eru á hárréttu þroskastigi. Kötturinn er því mun nákvæmari í tínslunni en venjulegur kaffibóndi með þeim afleiðingum að ársuppskeran af Luwak kattakaffi aðeins um 200 kg samkvæmt nýjustu heimsmetabók Guinness.

Luwak þefkötturBragðgæði Luwak kaffis eru engu lík, þétt og góð fylling, vottur af karamellu og súkkulaði eftirbragð. Miðað við vinnsluaðferð, lítið framboð og gæði kemur ekki á óvart að hér sé á ferðinni dýrasta kaffitegund heims og kostar kílóið allt að 1.200 dollurum, eða um 80 þúsund krónur.

Nú gefst því sælkerum einstakt tækifæri til að bragða Luwak kattakaffi og styðja við bakið á langveikum börnum í leiðinni. Meðan birgðir endast verður hægt að fá Luwak kaffi á Te og kaffi kaffihúsunum í verslun Saltfélagsins við Grandagarð, í verslun Eymundsson Austurstræti, í Smáralind, í Skeifunni og hjá SÁÁ í Efstaleiti og kostar hver bolli 690 krónur. Einnig verður hægt að kaupa Luwak kaffið hjá Te og kaffi í sérstökum 100g gjafaöskjum sem kosta 3.990 kr. Andvirðið rennur óskert til Umhyggju, að frátöldum 7% virðisaukaskatti, en félagið vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra.