Systkini fatlaðra og langveikra barna - spennandi og fróðlegt námskeið, föstudaginn 16. nóvember

Spennandi og fróðlegt námskeið

Föstudaginn 16. nóvember 2007
kl. 9.00-12:30 fyrir fagfólk og 13.00-16.00 fyrir foreldra og aðra aðstandendur


Don Meyer mun halda námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna í Skriðu, KHÍ, 16. nóvember á vegum Umhyggju í samstarfi við Systkinasmiðjuna, Kennaraháskóla Íslands, Barnaspítala Hringsins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Dagskrá:

kl. 8.30 - 9.00 Móttaka og skráning þátttakenda
kl. 9.00 - 10.30 Sérstaða og tækifæri systkina frá sjónarhóli fagfólks.

Kaffihlé

kl. 10.50-12.30 Sérstaða og tækifæri systkina frá sjónarhóli fagfólks.

Hádegishlé

kl. 12.30-13.00 Móttaka og skráning þátttakenda
kl. 13.00-14.30 Sérstaða og tækifæri systkina frá sjónarhóli foreldra og annara aðstandenda

Kaffihlé

kl. 14.50-16.00 Sérstaða og tækifæri systkina frá sjónarhóli foreldra og annara aðstandenda.


Námskeiðsgjald er aðeins 1.500 kr.
Skráning fer fram á greining.is og lýkur 9. nóvember.


Don Meyer er stofnandi og stjórnandi the Siblings Support Project í Seattle, sem nær yfir öll ríki Bandaríkjana. Hann stjórnar fræðslusmiðjum um málefni systkina langveikra og fatlaðra barna fyrir foreldra og fagfólk í Bandaríkjunum og Kanada, þjálfunarnámskeiðum um stofnun systkinasmiðja og fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir systkini fatlaðra og langveikra. Don Meyer hefur gefið út margar bækur um þetta málefni og haldið fyrirlestra og námskeið víða um heim.


Systkinasmiðjan hér á landi hóf starfsemi sína árið 1998 og er fyrirmynd hennar meðal annars sótt í smiðjur Don Meyers. Markmið Systkinasmiðjunnar er að gefa systkinum barna með sérþarfir tækifæri til að hitta önnur börn og deila reynslu sinni.


Námskeiðin fara fram á ensku.