Hólabrekkuskóli heldur fjáröflunarkvöld til styrktar Umhyggju

Skemmtidagskráin hófst á því að nemendur héldu tískusýningu með fötum frá Vero Moda, Jack&Jones, Mótor og Gallabuxnabúðinni. Því næst Hulda SigurðardóttirSönghópurlék Hulda Sigurðardóttir í bekk 82 undurfagurt frumsamið lag á píanóið. Svo var mættur Helgi Rafn sem söng hugljúf lög. Á eftir honum kom Bríet Sunna og reif upp stemmninguna. Síðasta atriðið fyrir hlé var söngur Regínu Óskar sem flutti tvö lög við mjög góðar undirtektir. Eftir hlé kom sönghópur skólans fram með dans- og söngatriði. Að lokum var svo dregið í happdrættinu. Aðgöngumiði gilti sem happdrættismiði en einnig var hægt að kaupa fleiri happdrættismiða á staðnum. Þá var ennfremur boðið upp á kaffi og með því gegn vægu verði. Gaman er frá því að segja að nemendur listasmiðju stóðu sig afar vel í skipulagningu þessa kvölds. En eins og gefur að skilja er að mörgu að hyggja; það þarf að setja saman dagskrá, safna vinningum, baka, búa til auglýsingar, hafa samband við fjölmiðla o.s.frv. Nemendur lögðust allir á eitt til að gera þetta frábæra kvöld að veruleika. Styrktarsýning unglinganna vakti víða verðskuldaða athygli.