Umhyggja fær góða gjöf frá starfsmannafélagi Miklagarðs (áður KRON)

Það voru þær Bára Valtýsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir sem áður fyrr voru í forsvari fyrir fyrrgreind starfsmannafélög sem afhentu þeim Óskari Erni Guðbrandssyni framkvæmdastjóra SKB og Hákoni Hákonarsyni stjórnarmanni í Umhyggju ávísanirnar á skrifstofu SKB í morgun.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá driffjöður sem slíkar peningagjafir eru fyrir starfsemi félaga eins og SKB og Umhyggju sem byggja starf sitt fyrst og fremst á stuðningi og velvilja fólks og fyrirtækja í landinu. Vilja forsvarsmenn félagana tveggja koma hugheilum þökkum til þeirra fyrrverandi starfsmanna Miklagarðs og KRON sem að baki þessum gjöfum standa.