Umhyggja á Menningarnótt

Garðar Jökulsson, listmálari, hefur ákveðið að leggja MalverkGardar1Umhyggju til 200 málverk sem hann málar í tölusettri röð. Garðar var á Austurvelli í veðurblíðunni og sýndi gestum og gangandi fyrstu verkin. Áhugasamir geta fengið þessi sérmerktu verk Garðars keypt og rennur andvirði sölunnar óskipt til Umhyggju. Sannarlega skemmtilegt og göfugt framtak hjá Garðari.

Harley Davidson eigendur studdu að vanda við bakið á starfi Umhyggju með sínum árlega hjólarúnti í miðborginni. Áhugasömum gafst gegn hóflegu framlagi tækifæri á að fara hring með vönum vélhjólaköppum á glæsifákum og jafnt börn sem fullorðnir nýttu sér tækifærið til að upplifa gamlan draum - eða létu undan skyndihugdettu! Sannarlega glæsileg farartæki þar á ferð sem settu svip sinn á þennan einstaka dag.

Harley1 Harley2
Harley3