Fréttir allt

Breytingar á stjórn Umhyggju

Aðalfundur Umhyggju var haldin mánudaginn 27.febrúar sl.Þær breytingar urðu í stjórn félagsins að Ágúst Hrafnkelsson tók við formennsku af Leifi Bárðasyni og Rósa Einarsdóttir tók við af Önnu Ólafíu Sigurðardóttur sem gaf ekki  kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

KB banki gefur Umhyggju kennsluforrit fyrir börn

KB banki hefur gefið Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, 200 eintök af kennsluforritinu Stærðfræðisnillingarnir - Tívolítölur.Um er að ræða nýjan tölvuleik á geisladiski þar sem Lúlli Ljón og fleiri teiknimyndapersónur leiða börn frá 5 ára aldri á skemmtilegan hátt í gegnum grundvallarþætti stærðfræðinnar.

Aðalfundur Umhyggju

Aðalfundur Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum verður haldinn mánudaginn 27.febrúar n.k.kl.20.00.Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, á 4.

Sálfræðingur ráðinn til starfa hjá Umhyggju

Andrés Ragnarsson hefur hafið störf hjá Umhyggju, félagi til stuðnings fjölskyldum langveikra barna.Starfsvið hans er að veita fjölskyldum alvarlega veikra og fatlaðra barna sálrænan stuðning.