Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands styrkir Umhyggju

Upphæðin mun renna óskipt til Styrktasjóðs Umhyggju en hlutverk sjóðsins er að styðja foreldra langveikra barna sem lent hafa í fjárhagserfiðleikum vegna veikinda barna sinna. Stjórn Umhyggju þakkar fyrir þann stórhug sem félaginu er sýndur með þessari höfðinglegu gjöf.