NordicaSpa gefur Umhyggju 40 gjafakort í heilsulind og nudd

Ragnheiður Birgisdóttir, framkvæmdastjóri NordicaSpa, afhenti Rögnu K. Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Umhyggju, gjafakortin í dag. Ragnheiður segir hlutskipti foreldra sjúkra barna erfitt og lýjandi og þeir fái takmarkaðan tíma til að sinna sjálfum sér. Hjá NordicaSpa geti foreldrarnir slakað á og látið þreytu dagsins líða úr sér í rólegu og þægilegu andrúmslofti þar sem áhersla er lögð á andlega og líkamlega vellíðan.