Umhyggja eignast orlofshús

Húsin eru öll vel útbúin og með góðu aðgengi fyrir fatlaða. Einnig er falleg verönd, heitur pottur og góð leiksvæði. Útsýnið er stórkostlegt og hægt er að renna frá stórum glerhurðum sem opnast beint út á veröndina.

Við sama tækifæri var skrifað undir samning milli Umhyggju og Flugfélags Íslands um samstarf á sviði kynningar- og ferðamála. Mun Flugfélagið bjóða ríflegan afslátt, 75%, af flugfargjöldum, til handa félagsmönnum Umhyggju og aðildarfélögum félagsins.

flugfelagSéra Pétur Þórarinsson prestur í Laufási blessaði orlofshúsin og sagði við það tækifæri "Sólskin á eftir að vera hér ríkulegt". Stjórn félagsins tekur undir þau orð séra Péturs og er ekki í nokkrum vafa um að svo verði.  Orlofshúsin verða leigð út allan ársins hring, þar sem hægt er sinna ýmsum vetraríþróttum á þessu svæði. Í Hlíðarfjalli er tæki fyrir fatlaða að renna sér í snjónum. Hægt er að skoða teikningar á húsunum á www.vadlaborgir.is.