Fréttir allt

Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni vill Umhyggja koma á framfæri að félagið stendur ekki fyrir símasöfnun fyrir langveik börn þessa dagana.Við höfum fengið fyrirspurnir vegna slíkra símtala og viljum því ítreka að það er ekki Styrktarsjóður langveikra barna á vegum Umhyggju sem um ræðir.

Aðalfundur Umhyggju verður 15. maí kl.20

Aðalfundur Umhyggju verður haldinn 15.  maí næstkomandi, kl.20.00, í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Tillögur að framboðum í stjórn Umhyggju skulu berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund, (8.

Aðalfundur Umhyggju 17. apríl kl. 20

Við minnum á aðalfund Umhyggju sem haldinn verður þriðjudagskvöldið 17.apríl kl.20 í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13.

Áríðandi skilaboð: Aðalfundi aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa aðalfundi Umhyggju, sem halda átti þriðjudaginn 17.apríl, þar sem ekki var farið að ítrustu kröfum í lögum félagsins við boðun fundarins.

Ársskýrsla stjórnar og aðalfundur Umhyggju

Við minnum á að aðalfundur Umhyggju verður haldinn þriðjudaginn 17.apríl næstkomandi, kl.20.Fundað verður í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, 4.hæð.  Kosningarétt hafa allir þeir sem  eru skráðir félagar í Umhyggju og skuldlausir við félagið, a.

1. tbl. 23. árgangur 2018

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins, en þema blaðsins að þessu sinni eru kynningar aðildarfélaganna.

Umhyggja afhendir Barnaspítalanum miðlæga skráningu fyrir langveik börn

Í vikunni sem leið var Barnaspítala Hringsins formlega afhent svokallað Medical Home, eða miðlæg skráning, fyrir langveik börn.Um er að ræða viðmót ætlað sjúkrarskrárkerfi sem Umhyggja kostaði og vann í samstarfi við Embætti landlæknis og TM software, og er rafræn samantekt sem aðgengileg er öllum heilbrigðisstarfsmönnum.

Aðalfundur Umhyggju 17. apríl

Aðalfundur Umhyggju - félags langveikra barna verður haldinn 17.apríl næstkomandi kl.20.00 í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, 4.hæð.

Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni vill Umhyggja koma á framfæri að félagið stendur ekki fyrir símasöfnun fyrir langveik börn þessa dagana.Við höfum fengið fyrirspurnir vegna slíkra símtala og viljum því ítreka að það er ekki á okkar vegum.

Lionsklúbburinn Engey styrkir Umhyggju

Lionsklúburinn Engey styrkti nýverið Umhyggju um 300.000 krónur.Ragna framkvæmdastjóri Umhyggju tók við gjafabréfinu úr hendi Ásdísar Kristinsdóttur, formanns Engeyjar.