Umhyggja fær 1 milljón frá N1

Umhyggja-faer-styrk-N1
Umhyggja-faer-styrk-N1

Í byrjun desember hlaut Umhyggja 1 milljón króna styrk frá N1.  Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins um land allt sendu inn til­lög­ur að mál­efni fyr­ir jóla­styrk­, í stað þess að senda jólagjafir til fyrirtækja, og varð niðurstaðan eft­ir til­nefn­ing­ar ríf­lega 200 starfs­manna sú að styrkja þrjú mál­efni um samtals þrjár millj­ón­ir króna. Ásamt Umhyggju hlutu styrk Frú Ragnheiður - skaðaminnkun og Bjarki Már Sigvaldason og fjölskylda hans.

Við hjá Umhyggju erum N1 afskaplega þakklát fyrir þennan veglega styrk og mikla hlýhug.