08.03.2017
Laugardaginn 11.mars mun Kammerkór Reykjavíkur standa fyrir styrktartónleikum fyrir Umhyggju í Langholtskirkju.Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 og er miðaverð 3000 krónur.
23.02.2017
Aðalfundur Umhyggju, félagi langveikra barna verður haldinn 29.mars nk.kl.20.00 í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, 4.hæð.
07.02.2017
Mánudaginn 6.mars næstkomandi mun Umhyggja standa fyrir erindi um áhyggjur og kvíða barna.Fyrirlesturinn verður haldinn í salnum á 4.hæð á Háaleitisbraut 13, kl.17.30 og tekur um klukkustund.
01.02.2017
Umsóknarfrestur fyrir orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi eða Vaðlaborgum fyrir sumarið 2017 er til 15.mars næstkomandi.
31.01.2017
Á nýju ári munum við birta mánaðarlega fræðslupistla tengda sálfræðiþjónustu Umhyggju á vefsíðu félagsins.
03.01.2017
Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegs nýs árs og hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs.
23.12.2016
Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Um leið þökkum við ykkur ómetanlegan stuðning og samfylgd á árinu sem er að líða. .
22.12.2016
Þeir Ísak Máni Loftsson, Ýmir Darri Hreinsson og Gísli Hafsteinn Einarsson eru 8 ára strákar úr Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.Þeir félagar héldu tombólu til styrktar langveikum börnum fyrir utan Bónus á Völlunum og söfnuðu rúmum 6000 krónum.
19.12.2016
Á síðustu dögum hafa Umhyggju borist veglegir styrkir.Krónan hefur styrkt félagið um 1.000.000 krónur og stúka 7 Þorkell Máni úr Oddfellowreglunni veitti 300.000 króna styrk.
06.12.2016
Nýtt Umhyggjublað er komið út og fer það í dreifingu á allra næstu dögum.Þema blaðsins að þessu sinni er fjárhagur, útgjöld og styrkir fjölskyldna langveikra barna.