Áskorun til stjórnvalda vegna desemberuppbótar

 

Umhyggja hefur sent frá sér áskorun til stjórnvalda vegna desemberuppbótar til foreldra langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur. Í fyrra fékk þessi hópur desemberuppbót í kjölfar áskorunar Umhyggju til stjórnvalda og fjölmiðlaumfjöllunar í kjölfarið. Er það von okkar að stjórnvöld bregðist við hið snarasta og búi jafnframt svo um hnúta að desemberuppbót verði framvegis reglan frekar en undantekningin fyrir þennan hóp, svo ekki þurfi að taka slaginn árlega.

Áskorunina má lesa hér .