Þátttaka í rýnihóp vegna úttektar á Umhyggju

Þessa dagana stendur yfir ítarleg úttekt á starfi Umhyggju sem ráðgjafarfyrirtækið Attentus sér um. Vonast er til að niðurstöður úttektarinnar verði félaginu til hagsbóta og gefi hugmyndir um hvernig hægt er að gera starf þess enn öflugra á komandi árum.

Einn liður í þessari vinnu felst í rýnihópum félagsmanna, enda mikilvægt að heyra raddir allra sem koma að Umhyggju.

Við óskum nú eftir því að þeir félagsmenn sem heyra beint undir Umhyggju, en eru ekki í aðildarfélögum Umhyggju, gefi kost á sér til rýnihópavinnu og komi þar með sínum skoðunum og upplifunum á framfæri. Hafirðu áhuga þá endilega hafðu samband í gegnum netfangið info@umhyggja.is .