28.01.2021
Sunnudaginn 31. janúar næstkomandi mun Umhyggja bjóða til rafrænnar skemmtunar sem streymt verður á Facebooksíðu Umhyggju þar sem verkefninu Með Umhyggju á Everest verður formlega hleypt af stokkunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór munu halda uppi fjörinu og kynna til leiks þá Heimi og Sigga sem ætla í vor að klífa Everest með bakpokana fulla af draumum langveikra barna.
20.01.2021
Í vor munu þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson ganga á Everest og safna um leið fyrir Umhyggju – félag langveikra barna. Þeir leggja af stað ásamt Garpi Ingasyni Elísabetarsyni í mars og stefna að því að toppa seint í maí. Garpur mun mynda ferlið og fer með þeim alla leið upp í grunnbúðir Everest. Hefur leiðangurinn fengið nafnið „Með Umhyggju á Everest”.
13.01.2021
Frá og með næstu viku mun Umhyggja bjóða foreldrum langveikra barna upp á niðurgreidd markjþálfunarviðtöl hjá Halldóru Hönnu Halldórsdóttur, markþjálfa, hjúkrunarfræðingi og móður langveiks drengs. Hægt er að sækja um á vefsíðu Umhyggju.
04.01.2021
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um úthlutun orlofshúsa Umhyggju fyrir páska 2021. Páskaúthlutun skiptist í tvennt, annars vegar 26.-31.mars og hins vegar 31.mars - 5.apríl. Umsóknarfrestur er til 15. janúar.
22.12.2020
Við hjá Umhyggju óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með von um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum jafnframt samstarfið, stuðninginn og samskipti á árinu sem er að líða. Skrifstofa Umhyggju verður lokuð fram yfir áramótin, en við opnum aftur mánudaginn 4. janúar.
07.12.2020
Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.
04.12.2020
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur undirritað regluegerð sem tryggir foreldrum langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur desemberuppbót á árinu 2020. Umhyggja sendi ráðherra áskorun þann 16. nóvember þar sem skorað var á yfirvöld að tryggja þessum hópi desemberuppbót. Félagið fagnar þessari niðurstöðu.
25.11.2020
Umhyggja býður nú upp á gjafabréf, svokallaða Umhyggjugjöf, en með því móti er hægt að styðja við fjölskyldur langveikra barna og gleðja viðtakandann um leið. Boðið er upp á annars vegar gjafabréf ætlað til jólagjafa, og hins vegar gjafabréf ætlað sem tækifærisgjöf. Hægt er að panta í gegnum vefsíðu Umhyggju, fá gjafabréfið sent í tölvupósti til útprentunar og greiðsuseðil í heimabanka.
18.11.2020
Við minnum framfærendur barna sem voru með gilt umönnunarmat á tímabilinu 16. mars til 4. maí að enn er hægt að sækja um viðbótargreiðslu vegna COVID -19. Um er að ræða eingreiðslu vegna aukinnar umönnunar barns sem skapast hefur vegna COVID-19 faraldurs. Upphæð eingreiðslunnar er kr. 48.108.
16.11.2020
Umhyggja sendi í dag, mánudaginn 16. nóvember, frá sér áskorun þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja foreldrum langveikra og fatlaðra barna sem eru á foreldragreiðslum desemberuppbót. Umhyggja hefur undanfarin þrjú ár sent frá sér sambærilega áskorun og hefur hún borið árangur í öll skiptin. Það er því von okkar að svo verði einnig nú og að sama skapi að tryggt verði að desemberuppbót til þessa hóps verði í framtíðinni regla frekar en undantekning.