24.08.2021
Skráning er hafin! Í september mun Umhyggja í samstarfi við KVAN bjóða upp á námskeið fyrir 10-12 og 13-15 ára systkini langveikra barna. Námskeiðið er 8 skipti, 2,5-3 klst í senn og hefst annars vegar 17. september (10-12 ára) og 21. september (13-15 ára). Þar sem námskeiðsgjald er að langstærstum hluta greitt af Umhyggju er skráningargjald aðeins kr.7000.
18.08.2021
Hamingjumót Víkings var haldið í fyrsta sinn síðastliðna helgi þar sem 1700 krakkar í 7. og 8. flokki kepptu í fótbolta. Hluti af þátttökugjaldinu rann til Umhyggju – félags langveikra barna. „Með þessu viljum við Víkingar stuðla að velferð barna, líka þeirra sem ekki geta tekið þátt í fótboltamótum vegna veikinda,“ sagði mótsstjórinn Davíð Ólafsson sem bar hitann og þungann af skipulagningu mótsins. Var styrkurinn, 1 milljón krónur, afhentur Umhyggju á mótinu.
12.08.2021
Dagana 7.- 10. júlí síðastliðinn fór fram Meistaramót Golfklúbbsins Leynis á Akranesi og ákváðu þeir að árangurstengja spilamennskuna. Nutu þeir mikillar góðvildar frá fyrirtækinu Skipavík í Stykkishólmi sem lagði til 500 kr. fyrir alla fugla (birdie) sem náðust í mótinu og skyldi upphæðin renna óskipt til Umhyggju – félags langveikra barna.
06.08.2021
Við minnum á að nú í ágúst mun Umhyggja í samstarfi við KVAN bjóða upp á námskeið fyrir 7-9 ára systkini langveikra barna. Þetta er í fyrsta skipti sem námskeið stendur þessum aldurshópi til boða, en Umhyggja hefur undanfarin ár boðið upp á námskeið fyrir 10-12 ára og 13-15 ára langveik börn og systkini.
08.07.2021
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 9. júlí og opnar á ný miðvikudaginn 4. ágúst. Öllum erindum sem berast verður svarað þegar opnar á ný og styrkumsóknir sem berast okkur í júlímánuði verða teknar fyrir um miðjan ágúst.
02.07.2021
Everestfararnir okkar, þeir Heimir og Siggi, kíktu við hjá okkur í dag á skrifstofu Umhyggju. Það var yndislegt að sjá þá hressa og káta og tilkynna þeim jafnframt að kr.3.523.150 hefðu safnast í tengslum við för þeirra á topp Everest með drauma langveikra barna.
29.06.2021
Á dögunum komu fóstrur færandi hendi til Umhyggju og færðu félaginu styrk að upphæð 75.000 krónur í tilefni þess að 50 ár eru síðan þær útskrifuðust úr Fóstruskóla Sumargjafar. Það gerðu þær jafnframt í minningu útskriftarsystra sinna þeirra Ingibjargar Njálsdóttur og Sigrúnar Snævarr sem fallnar eru frá.
24.06.2021
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. júní. Hægt er að senda erindi á netfangið info@umhyggja.is og verður þeim svarað um leið og opnar á ný.
22.06.2021
Langveik börn á aldrinum 12-15 ára á höfuðborgarsvæðinu sem eru í áhættuhóp vegna Covid-19 verða boðuð í Pfizer bólusetningu á fimmtudag í þessari viku. Við hvetjum alla foreldra sem þetta á við til að skoða Heilsuveru vel því fá barnanna eru með skráð símanúmer.
19.06.2021
Í dag, laugardaginn 19. júní 2021, eru á leið inn í kerfið til heilsugæslustöðvanna listar þeirra barna á aldrinum 12-15 ára sem bólusetja á gegn Covid-19. Eftirfarandi upplýsingar hefur Landlæknisembættið beðið okkur um að koma áleiðis til að tryggja að boðin í bólusetningu gangi smurt fyrir sig.