Aðalfundur Umhyggju 11. maí kl.17:00

Aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn 11. maí næstkomandi, kl.17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Óskað er eftir því að þeir félagsmenn sem hyggjast sitja fundinn skrái sig á vefsíðu Umhyggju, https://www.umhyggja.is/is/skraning-a-adalfund svo hægt sé að áætla fjölda og gera viðeigandi ráðstafanir vegna kosninga verði aðsókn mikil. Fjöldatakmarkanir og fyrirkomulag kosninga verður tilkynnt á vefsíðu Umhyggju, www.umhyggja.is, þegar nær dregur og ljóst er hverjar gildandi reglur um samkomutakmarkanir verða. Fundinum verður streymt en athugið að ekki er hægt að greiða atkvæði nema mæta á staðinn.

Laus sæti til kosningar eru eitt sæti fagmanns, eitt sæti áhugamanns og þrjú sæti foreldra.

Tillögur að framboðum í stjórn Umhyggju skulu berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund (4. maí í síðasta lagi) á skrifstofu Umhyggju, umhyggja@umhyggja.is og til formanns stjórnar, margretvala@gmail.com.

Tillögur að lagabreytingum skulu berast skrifstofu Umhyggju eigi síðar en 21 degi fyrir aðalfund (20. apríl í síðasta lagi).

Við vekjum athygli á því að aðeins þeir sem eru félagsmenn og hafa greitt félagsgjöld a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund (27. apríl í síðasta lagi) hafa atkvæðisrétt.