Drög að frumvarpi til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna komið inn í samráðsgátt

Nú eru komin inn í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna.  Samráðsgáttin er öllum opin og við hvetjum alla sem málið snertir til að skoða drögin vel og senda inn umsagnir, en fresturinn rennur út 4. júní næstkomandi.

Einnig er öllum frjálst að senda okkur ábendingar til að koma á framfæri, en um er að ræða mikið og stórt hagsmunamál fyrir fjölskyldur langveikra og fatlaðra barna.

Hér má sjá frumvarpsdrögin og slóðina í samráðsgátt.