09.03.2020
Þann 8. desember síðastliðinn hélt 4. bekkur í Álftanesskóla góðgerðardag þar sem söfnuðust kr.77.990 krónur. Krakkarnir fengu að velja málefni til að styrkja og varð Umhyggja fyrir valinu.
07.03.2020
Við hjá Umhyggju hvetjum alla til að kynna sér vel leiðbeiningar Landlæknisembættisins vegna Covid19 kórónaveirunnar. Stöndum saman í því að hefta útbreiðslu veirunnar og verjum þannig viðkvæmustu hópana í samfélaginu.
03.03.2020
Nú í vetur mun Umhyggja bjóða langveikum börnum í aðildarfélögum Umhyggju upp á KVAN sjálfstyrkingarnámskeið. Námskeiðið er ætlað 13 - 15 ára börnum (8. - 10. bekkur) og verður kennt á miðvikudögum frá kl. 18 - 21 í húsakynnum KVAN í Kópavogi. Námskeiðið er 8 skipti, hefst miðvikudaginn 11. mars og lýkur miðvikudaginn 29. apríl. Skráning er hér að neðan, en 15 pláss eru laus á námskeiðinu.
13.02.2020
Skrifstofa Umhyggju verður lokuð á morgun, föstudaginn 14. febrúar, vegna þess aftakaveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu.
Við óskum ykkur góðrar helgar og farið varlega í vonda veðrinu.
30.01.2020
Þann 28.febrúar næstkomandi standa Einstök börn og Greiningar- og rágjafarstöð ríkisins fyrir málþingi í tilefni af Degi sjaldgæfra sjúkdóma. Endilega kynnið ykkur málið, öllum opið og aðgangur ókeypis.
27.01.2020
Nú er opið fyrir umsóknir vegna sumarúthlutunar í orlofshúsum Umhyggju en umsóknarfrestur rennur út 15. mars. Umsóknir verða teknar til meðferðar eftir að umsóknarfresturinn rennur út en tilkynnt verður um úthlutun fyrir 10. apríl.
17.01.2020
Laugardaginn 11. janúar gengu þau Smári Helgason og Hjördís Björk Garðarsdóttir í hjónaband. Þau afþökkuðu allar gjafir en buðu gestum þess í stað að leggja í sjóð til styrktar Umhyggju. Í dag færðu þau síðan Umhyggju kr.500.000. Við þökkum brúðhjónunum innilega fyrir þetta frábæra framlag og óskum þeim hjartanlega til hamingju með hvort annað!
15.01.2020
Stuðnings- og ráðgjafarteymi langveikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma tekur nú á móti fyrirspurnum og/eða umsóknum um þjónustu. Teymið tók til starfa undir lok árs 2019 en til þess var stofnað með fjárveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu til að hlúa betur að þessum börnum og fjölskyldum þeirra.
13.01.2020
Skrifstofa Umhyggju er lokuð mánudaginn 13. janúar vegna veikinda starfsmanna. Vinsamlegast sendið póst á netfangið info@umhyggja.is og verður erindinu svarað eins fljótt og auðið er.
06.01.2020
Nú hafa tveir nýir sálfræðingar verið ráðnir til starfa hjá Umhyggju, annars vegar Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur sem verður hjá okkur tímabundið og hefur störf 9. janúar og hins vegar Berglind Jóna Jensdóttir sálfræðingur sem hefur störf 2. mars.