Heimsókn og styrkur frá Kaupmannsamtökum Íslands

Á dögunum fengum við afar ánægjulega heimsókn á skrifstofu Umhyggju, þegar þeir Júlíus Þ. Jónsson, Ólafur Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson litu við. Þeir eru félagar í Kaupmannasamtökum Íslands, en félagið styrkti Umhyggju í sumar með kaupum á ýmsum búnaði fyrir orlofshús og íbúð félagsins fyrir alls 814.225 þúsund krónur.

Hjartans þakkir til Kaupmannasamtaka Íslands! Það munar svo sannarlega um minna og búnaðurinn sem keyptur var mun nýtast fjölda fjölskyldna langveikra barna sem dvelja í orlofshúsum og íbúð Umhyggju í framtíðinni.