Systkinasmiðjur helgina 8. - 9. febrúar
20.01.2025
Systkinasmiðjur verða haldnar í Reykjavík helgina 8. - 9. febrúar næstkomandi. Um er að ræða samstarf Systkinasmiðjunnar og Umhyggju og eru smiðjurnar ætlaðar systkinum langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-11 ára (f. 2013-2016) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13 og eldri hópur 12-14 ára (f. 2010-2012) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30.