Jólakort Umhyggju 2009

Sala á jólakortum Umhyggju er hafin. Eins og undanfarin ár hefur Umhyggja fengið börn sem dvelja á Barnaspítala Hringsins til að teikna mynd á jólakortið. Að þessu sinni er listamaður kortsins Elísa Sól Sonjudóttir, 10 ára. Stærð kortsins er 15x15cm og eru 25 stk. í pakkanum og kostar pakkinn 3500 krónur. Kortið er með svokallaðri silfurfólíu á glanspappír sem er ákaflega fallegt og gerir kortið afar glæsilegt. Kortin er hægt að nálgast á skrifstofu Umhyggju eða í síma 552-4242.